Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 14:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danijel Djuric til Króatíu (Staðfest)
Úr síðasta leik Danijels með Víkingi; leiknum gegn Panathinaikos síðasta fimmudag.
Úr síðasta leik Danijels með Víkingi; leiknum gegn Panathinaikos síðasta fimmudag.
Mynd: Víkingur
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Víkingur er búinn að selja Danijel Dejan Djuric til króatíska félagsins NK Istra. Það má lesa út frá því að Danijel hefur fengið félagaskipti til Króatíu á heimasíðu knattspyrnusambandsins.

Fjallað var um áhuga Istra á Danijel fyrr í dag og á æfingu Víkinga í Aþenu sást þegar Danijel var dreginn til hliðar og ræddi þar við þjálfarann Sölva Geir Ottesen.

Danijel er ekki lengur leikmaður Víkings og verður ekki með liðinu í seinni leiknum gegn Panathinaikos á fimmtudag.

Hjá NK Istra hittir hann fyrir Loga Hrafn Róbertsson en þeir hafa spilað saman með U21 landsliðinu.

Danijel er 22 ára sóknarmaður sem uppalinn er hjá Hvöt og Breiðabliki. Hann fór ungur að árum út til Midtjylland í Danmörku en sneri heim til Íslands í sumarglugganum 2022 og samdi við Víking.

Hann varð bikarmeistari 2022, Íslands- og bikarmeistari 2023 og hluti af sögulegum árangri Víkings í Sambandsdeildinni í vetur. Hann skoraði 24 mörk í 65 leikjum í Bestu deildinni með Víkingi og fimm mörk í 12 bikarleikjum. Hann skoraði eitt mark í Sambandsdeildinni í vetur; kom Víkingum yfir gegn Cercle Brugge á Kópavogsvelli.

Uppfært 15:00: Víkingur hefur opinberað félagaskiptin. Danijel skrifar undir samning sem gildir til 2028.



Athugasemdir
banner
banner