Danijel Dejan Djuric æfði með Víkingum í Aþenu í morgunsárið áður en hann var dreginn út úr æfingunni í smástund. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, og Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri félagsins, höfðu þá spjallað saman út í horni á æfingavellinum.
Sölvi ræddi því næst við Danijel sem hélt svo áfram að æfa eftir stutt spjall.
Gluggadagurinn í Króatíu er í dag og er Danijel sagður á leið til Istra þar sem hann kemur til með að verða liðsfélagi Loga Hrafns Róbertssonar.
Sölvi ræddi því næst við Danijel sem hélt svo áfram að æfa eftir stutt spjall.
Gluggadagurinn í Króatíu er í dag og er Danijel sagður á leið til Istra þar sem hann kemur til með að verða liðsfélagi Loga Hrafns Róbertssonar.
Víkingar eru núna staddir í Aþenu þar sem þeir eru að undirbúa sig fyrir seinni leikinn gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar. Víkingar eru með 2-1 forskot eftir fyrri leikinn í Helsinki. Danijel byrjaði fyrri leikinn gegn Panathinaikos á bekknum en kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en hann mun ekki taka þátt í seinni leiknum.
Istra er sem stendur í áttunda sæti króatísku úrvalsdeildarinnar.
Annars voru allir leikmenn Víkinga með á æfingunni í Aþenu í dag, þar á meðal Gunnar Vatnhamar og Oliver Ekroth. Seinni hluta æfingarinnar æfðu Aron Elís Þrándarson og Ekroth tveir með sjúkraþjálfara en ekki hópnum.
Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net er á staðnum og færir okkur fréttir af Víkingum fyrir leikinn mikilvæga.
Athugasemdir