Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 11:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Augnablikið þar sem Danijel Djuric var seldur?
Sölvi Geir Ottesen ræðir við Danijel á æfingu í dag.
Sölvi Geir Ottesen ræðir við Danijel á æfingu í dag.
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Frá æfingunni í Aþenu.
Frá æfingunni í Aþenu.
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Danijel Dejan Djuric æfði með Víkingum í Aþenu í morgunsárið áður en hann var dreginn út úr æfingunni í smástund. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, og Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri félagsins, höfðu þá spjallað saman út í horni á æfingavellinum.

Sölvi ræddi því næst við Danijel sem hélt svo áfram að æfa eftir stutt spjall.

Gluggadagurinn í Króatíu er í dag og er Danijel sagður á leið til Istra þar sem hann kemur til með að verða liðsfélagi Loga Hrafns Róbertssonar.

Víkingar eru núna staddir í Aþenu þar sem þeir eru að undirbúa sig fyrir seinni leikinn gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar. Víkingar eru með 2-1 forskot eftir fyrri leikinn í Helsinki. Danijel byrjaði fyrri leikinn gegn Panathinaikos á bekknum en kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en hann mun ekki taka þátt í seinni leiknum.

Istra er sem stendur í áttunda sæti króatísku úrvalsdeildarinnar.

Annars voru allir leikmenn Víkinga með á æfingunni í Aþenu í dag, þar á meðal Gunnar Vatnhamar og Oliver Ekroth. Seinni hluta æfingarinnar æfðu Aron Elís Þrándarson og Ekroth tveir með sjúkraþjálfara en ekki hópnum.

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net er á staðnum og færir okkur fréttir af Víkingum fyrir leikinn mikilvæga.
Athugasemdir
banner
banner
banner