![Lengjudeildin](/images/leng_150x150.png)
Danski markvörðurinn Christoffer Petersen er farinn frá HK eftir að samningurinn hans rann út og er genginn til liðs við Kolding í heimalandinu.
Petersen hafði spilað með Kolding áður en hann gekk til liðs viðH HK en hann hefur leikið 84 leiki fyrir liðið. Áður spilaði hann með Helsingör og Næstved, en hann á yfir 100 leiki fyrir liðin í næst efstu og þriðju efstu deild í Danmörku.
Hann kom til HK síðasta sumar eftir að Arnar Freyr Ólafsson sleit hásin. Hann lék 11 leiki fyrir liðið sem féll úr Bestu deildinni.
Kolding leikur í næst efstu deild en liðið er í harðri baráttu um að enda í efri hlutanum þegar fjórar umferðir eru eftir af deildakeppninni. Ari Leifsson er leikmaður liðsins.
Athugasemdir