Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 17. mars 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Liverpool með verðmætasta hópinn í Evrópu
CIES Football Observatory hefur reiknað út verðmæti leikmannahópa í stærstu deildum Evrópu en miðað er við mögulegt kaupverð leikmanna.

Liverpool trónir á toppnum í þessum útreikningum en leikmannahópur liðsins er metinn á 1279 milljónir punda.

Manchester City fylgir þar á eftir með 1239 milljónir punda og Barcelona kemur síðan í þriðja sæti.

Af stærstu deildum Evrópu er Paderborn í Þýskalandi á botninum með 34 milljónir punda. Íslenski landsliðsmaðurinn Samúel Kári Friðjónsson spilar með liðinu.

Crystal Palace er neðst á lista yfir ensk félög með 173 milljónir punda en Sheffield United er þar fyrir ofan á 174 milljónir punda.

Hér að neðan má sjá listann en myndin er af vef Sky.
Athugasemdir
banner