Heimild: BBC
Michail Antonio, leikmaður West Ham, er kominn á ról eftir hrikalegt bílslys í byrjun desember. Antonio var fastur í bílnum í klukkutíma og voru fregnir á þá leið að hann yrði frá í minnst ár. Hann byrjaði að skokka í síðasta mánuði og heilsaði upp á stuðningsmenn West Ham fyrir viku síðan.
Hann var til viðtals á BBC og sagði frá upplifun sinni af bílslysinu. „Þegar lögreglan kom og fann mig var ég á milli framsætanna. Þeir sögðu að ég hefði reynt að klifra út um gluggann en fóturinn minn var það mölbrotinn að sársaukinn stöðvaði mig," sagði Antonio sem var í þrjár vikur á sjúkrahúsi.
Hann var til viðtals á BBC og sagði frá upplifun sinni af bílslysinu. „Þegar lögreglan kom og fann mig var ég á milli framsætanna. Þeir sögðu að ég hefði reynt að klifra út um gluggann en fóturinn minn var það mölbrotinn að sársaukinn stöðvaði mig," sagði Antonio sem var í þrjár vikur á sjúkrahúsi.
Antonio var á Ferrari bíl sínum á leið af æfingu þegar hann klessti harkalega á tré.
„Ég var nálægt því að deyja," sagði Antonio sem er mjög þakklátur fyrir að hafa haldið lífi.
Hann segir að hann hafi verið að íhuga að skipta út bílnum sínum en ekki gert það í aðdraganda slyssins. Hann man ekkert eftir slysinu sjálfu.
„Það er skrítið því mér er sagt að ég hafi talað við alla; lögregluna og þann sem fann mig. Fóturinn minn var algjörlega í tætlum en það tókst að koma mér út og í spelku."
„Ég var á leið heim af æfingu og ég hef aldrei tekið eiturlyf á ævinni. Ég kann alveg að fá mér í glas, en þarna voru engin eiturlyf eða áfengi. Það hefur lögreglan staðfest," sagði Antonio aðspurður út í kjaftasögur um vímuefnanotkun.
Jamaíkamaðurinn ætlar sér að snúa aftur á völlinn. „100 prósent. ég mun spila aftur." Hann sagði að það tæli 6-12 mánuði að ná fullan bata.
„Það erfiðasta við þetta var að ég yrði ekki til staðar fyrir börnin mín. Ég er svo ánægður með hvernig fór, jákvæður varðandi lífið og að hafa fengið annað tækifæri," sagði Antonio við BBC.
Athugasemdir