HK tilkynnti í dag að Ragnhildur Sóley Jónasdóttir væri búin að framlengja samning sinn við félagið út tímabilið 2027.
Hún er fædd árið 2007 og er því á 18. aldursári. Hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2022 og á síðustu leiktíð kom hún við sögu í fimm deildarleikjum og einum bikarleik.
Hún er fjölhæfur miðjumaður sem uppalin er hjá HK og verður í eldlínunni með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.
Hún er fædd árið 2007 og er því á 18. aldursári. Hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2022 og á síðustu leiktíð kom hún við sögu í fimm deildarleikjum og einum bikarleik.
Hún er fjölhæfur miðjumaður sem uppalin er hjá HK og verður í eldlínunni með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.
„Ragga er hrikalega skemmtilegur leikmaður. Hún er tæknilega góð, með frábæran leikskilning og hæfilega kærulaus, sem gerir hana að frábærum leikstjórnanda. Hún hefur spilað eins og engill í vetur, bæði sem tía og sem sex-a og leyst bæði mjög vel. Þar fyrir utan er Ragga góður samherji og liðsmaður og ég held að allir geti glaðst yfir því að Ragga verði í Kórnum næstu 3 árin hið minnsta," er haft eftir Pétri Rögnvaldssyni, þjálfara HK, í tilkynningunni.
Þar er einnig sagt að hún hafi spilað frábærlega hingað til í vetur.
Athugasemdir