Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. apríl 2025 14:08
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Tímabilið er ekki búið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti, Thibaut Courtois og Dani Ceballos eru meðal Madrídinga sem tjáðu sig eftir tap á heimavelli gegn Arsenal í gærkvöldi.

Real Madrid var slegið úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Arsenal vann samanlagt 5-1. Ancelotti segist ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér, en hann á ennþá rúmt ár eftir af samningi sínum við félagið.

„Ég veit ekki hvort þetta hafi verið síðasti Meistaradeildarleikurinn minn með Real Madrid og ég vil ekki vita það. Við höfum átt magnaða tíma saman og þetta tímabil er ekki búið. Við erum ennþá að berjast í La Liga og Konungsbikarnum og svo eigum við HM félagsliða í sumar," sagði Ancelotti meðal annars að leikslokum.

Allir innan herbúða Real voru svekktir að leikslokum.

„Við reyndum alltof mikið af fyrirgjöfum gegn hávaxinni varnarlínu. Við hefðum átt að reyna að skapa með öðrum leiðum, þetta var alltof mikið af fyrirgjöfum og við erum ekki lengur með Joselu í vítateignum," sagði Courtois og tók Ceballos, sem var á láni hjá Arsenal í tvö ár, undir.

„Við spiluðum ekki nógu góðan fótbolta, við vorum ekki ákafir. Við töpuðum einvígum og vorum lélegra liðið á vellinum. Arsenal á þetta skilið."

Ancelotti óskaði Arteta til hamingju með sigurinn og sagðist vonast til að sjá Arsenal standa uppi sem sigurvegara í keppninni. Það kemur ekki á óvart þar sem tvö fjandlið þjálfarans eru ennþá með í keppninni, Barcelona erkifjendur Real Madrid og Inter erkifjendur AC Milan sem Ancelotti á mikla sögu með.
Athugasemdir
banner