Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. apríl 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta spenntur að mæta á kunnuglegar slóðir - „Mikill aðdáandi Enrique"
Mynd: EPA
Mikel Arteta er mjög spenntur að mæta PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Arsenal mætir PSG eftir að hafa unnið Real Madrid á magnaðan hátt. Liðið valtaði yfir Real í fyrri leiknum 3-0 og vann á Bernabeu í gær 2-1.

Arteta hóf feril sinn hjá Barcelona sem leikmaður en hann spilaði sína fyrstu leiki fyrir aðallið PSG þegar hann var þar á láni tímabilið 2001-2002.

„Þetta verður sérstakt, við verðum að fá að njóta fyrst, þetta er stórkostlegt afrek. Ég hef verið aðdáandi Enrique í mörg ar, hann er magnaður þjálfari og það sem hann hefur gert með þetta lið er einstakt," sagði Arteta.

„Ég er ánægður að mæta aftur á Parc de Princes. Það verður sérstakt fyrir mig, ég spilaði þar og kunni að meta það, ég spilaði minn fyrsta leik þar sem atvinnumaður."
Athugasemdir
banner