Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. apríl 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neymar fór grátandi af velli - Spilaði í treyju númer 100
Mynd: EPA
Meiðslavandræðin hafa elt Neymar undanfarin ár og hann hefur átt erfitt með að koma ferlinum aftur af stað.

Hann gekk til liðs við Al-Hilal árið 2023 en yfirgaf félagið á þessu ári eftir að hafa spilað fáa leiki vegna meiðsla.

Hann gekk til liðs við uppeldisfélagsins Santos og lék sjö leiki áður en hann meiddist aftur í byrjun mars. Hann hefur nú komið við sögu í tveimur leikjum í röð.

Hann fór grátandi af velli eftir rúmlega hálftíma leik gegn Atletico Mineiro í nótt vegna meiðsla. Þetta var 100. leikurinn hans fyrir félagið og var hann í treyju númer 100 í tilefni dagsins.


Athugasemdir
banner
banner