Arsenal krækti í kantmanninn Raheem Sterling á lánssamningi fyrir tímabilið en honum tókst ekki að festa sig í sessi í byrjunarliðinu undir stjórn Mikel Arteta.
Sterling, sem er 30 ára gamall, er hjá Arsenal á láni frá Chelsea og hefur tekið þátt í 24 leikjum á yfirstandandi tímabili. Í þeim skoraði hann eitt mark auk þess að gefa fimm stoðsendingar.
Fjölmiðlar á Englandi eru sammála um að Arsenal hafi ekki áhuga á að kaupa Sterling eftir þennan lánssamning. Leikmaðurinn heldur því aftur til Chelsea þar sem hann á tvö ár eftir af samningi.
Sterling var á sínum tíma einn öflugasti kantmaður enska boltans. Hann var gríðarlega efnilegur á dvöl sinni hjá Liverpool og vann svo ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum sem lykilmaður hjá Manchester City.
Athugasemdir