Heimir Hallgrímsson og Al Arabi hafa komist að samkomulagi um að sá íslenski haldi ekki áfram með þjálfun liðsins.
Heimir hefur stýrt Al Arabi frá desember 2018 eftir að hafa hætt sem þjálfari íslenska landsliðsins það sumarið eftir sjö ár í starfi hjá KSÍ. Hann náði mögnuðum árangri með íslenska landsliðið og kom liðinu á tvö stórmót.
Al Arabi er frá Doha og spilar heimaleiki sína á velli sem tekur þrettán þúsund áhorfendur í sæti. Heimir entist í starfinu lengur en flestir forverar sínir og má þar meðal annars nefna Gianfranco Zola og Dan Patrescu.
Al Arabi hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar í Katar á síðustu leiktíð. Liðið féll úr leik í undanúrslitum Emír-bikarsins fyrr í þessum mánuði.
Samningur Heimis er að renna út en hann er með tvo íslenska aðstoðarmenn; Bjarka Má Ólafsson og Frey Alexandersson. Þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikmaður Al Arabi. Samningur Arons við Al Arabi rennur út í sumar.
يعلن النادي العربي والسيد هيمير هالجريمسون مدرب الفريق الأول لكرة القدم عن توصلهما لإتفاق يقضي بعدم تجديد التعاقد لفترة قادمة#شكرا_هيمير 🔴⚪️ pic.twitter.com/DGT4R83Wwj
— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) May 17, 2021
Athugasemdir