Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. maí 2021 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd líklegast til að landa Kane - Kostar 150 milljónir punda
Kane í leik gegn Manchester United.
Kane í leik gegn Manchester United.
Mynd: Getty Images
Það var sagt frá því fyrr í kvöld að Harry Kane hefði tjáð Tottenham það að hann vildi yfirgefa félagið í sumar.

Tottenham mun að öllum líkindum ekki spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og hinn 27 ára gamli Kane vill leita annað í sumar. Tottenham er sem stendur í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti þegar tveir leikir eru eftir.

Manchester United, Manchester City og Chelsea hafa öll sett sig í samband við umboðsmenn Kane og látið vita af áhuga á leikmanninum.

Talksport segir í grein sinni að Manchester United sé líklegasti áfangastaðurinn samkvæmt veðbönkum en Alex Crook, fjölmiðlamaður Talksport, segir að Manchester City sé það félag sem Kane sé spenntastur fyrir.

Það verður hörð barátta um hann og hann mun ekki fara ódýrt. Telegraph segir að Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, vilji fá 150 milljónir punda fyrir Kane. Levy vilji þá ekki selja hann til félags í ensku úrvalsdeildinni.

Kane er magnaður markaskorari og hann vill berjast um stærstu titlana áður en skórnir fara upp á hillu. Hann hefur á þessu tímabili skorað 32 mörk í 47 leikjum ásamt því að leggja upp þónokkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner