mán 17. maí 2021 18:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kane vill fara í sumar - Þrjú félög látið vita af áhuga
Kane tekur skot á Laugardalsvelli.
Kane tekur skot á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harry Kane hefur látið Tottenham vita að hann vill fara frá félaginu í sumar. Sky Sports fjallar um þetta í kvöld.

Tottenham mun að öllum líkindum ekki spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og hinn 27 ára gamli Kane vill leita annað í sumar. Tottenham er sem stendur í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti þegar tveir leikir eru eftir.

Tottenham er byrjað að skoða möguleika varðandi leikmenn sem gætu komið inn í staðinn fyrir Kane. Að fylla hans skarð verður gríðarlega erfitt fyrir Spurs, nánast ómögulegt.

Manchester United, Manchester City og Chelsea hafa öll sett sig í samband við umboðsmenn Kane og látið vita af áhuga á leikmanninum. Kane vill helst spila í ensku úrvalsdeildinni áfram og hann vill jafnframt að framtíð sín verði komin á hreint fyrir Evrópumótið í júní.

Kane er magnaður markaskorari og hann vill berjast um stærstu titlana áður en skórnir fara upp á hillu. Hann hefur á þessu tímabili skorað 32 mörk í 47 leikjum ásamt því að leggja upp þónokkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner