Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 17. maí 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Paul Konchesky þjálfar Dagnýju
Kvenaboltinn
Paul Konchesky, fyrrum vinstri bakvörður Charlton, Fulham, Liverpool og fleiri félaga, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs West Ham á Englandi.

Konchesky lék með West Ham frá 2005 til 2007 og þekkir því félagið nokkuð vel.

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir leikur með West Ham og mun Konchesky því þjálfa hana.

„Þetta er nýtt og spennandi tækifæri fyrir mig, og ég er spenntur að hefjast handa," segir Konchesky.

West Ham hafnaði í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, á fyrsta tímabili Dagnýjar með félaginu.
Athugasemdir
banner
banner