Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 17. maí 2023 16:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjórir leikmenn fara frá Liverpool (Staðfest)
Stuðningsmenn Liverpool sungu mikið til Roberto Firmino gegn Leicester á mánudagskvöld.
Stuðningsmenn Liverpool sungu mikið til Roberto Firmino gegn Leicester á mánudagskvöld.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur staðfest formlega að fjórir leikmenn muni yfirgefa félagið í sumar þegar samningar þeirra renna út.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner, Naby Keita og Roberto Firmino.

Þessi tíðindi kom ekki mjög mikið á óvart enda hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að þessir fjórir leikmenn yrðu líklega ekki áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.

Fjórmenningarnir munu allir hefja nýjan kafla eftir tímabilið en þeir hjálpuðu Liverpool að vinna stærstu titlana í fótboltanum.

Milner og Firmino hafa sérstaklega gefið mikið til Liverpool en þeir kveðja sem goðsagnir. Rætt var um Firmino í hlaðvarpinu Enski boltinn hér á Fótbolta.net í gær en hægt er að hlusta á það hlaðvarp í heild sinni hér fyrir neðan.


Enski boltinn - Blessun í dulargervi
Athugasemdir
banner
banner