Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 17. maí 2023 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Toney dæmdur í átta mánaða bann (Staðfest)
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: Getty Images
Ivan Toney, sóknarmaður Brentford á Englandi, hefur verið dæmdur í átta mánaða bann frá fótbolta fyrir brot á veðmálareglum.

Bannið tekur gildi strax og mun Toney því ekki koma meira við sögu á þessu tímabili. Bannið gildir til 16. janúar 2024 og getur markahrókurinn ekkert spilað þangað til.

Enska fótboltasambandið ákærði Toney í desember síðastliðnum fyrir að hafa brotið veðmálareglur alls 262 sinnum. Toney játaði sök í mörgum af þessum ákæruliðum.

Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni mega ekki veðja á fótbolta, hvar sem hann er spilaður.

Toney fékk líka sekt að andvirði 8,75 milljóna íslenskra króna og viðvörun um að gera þetta ekki aftur. Hann má byrja að mæta á æfingar 17. september en fær ekkert að spila fyrr en eftir áramót. Er það mikið áfall fyrir Brentford.

Toney er 27 ára gamall en hann hefur leikið með Brentford frá 2020 og verið algjör lykilmaður fyrir félagið. Hann er í augnablikinu þriðji markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 20 mörk. Aðeins Erling Haaland og Harry Kane hafa skorað fleiri mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner