Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   mán 17. júní 2024 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Matvei Safonov til PSG (Staðfest)
Mynd: EPA
Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain eru búnir að festa kaup á rússneska markverðinum Matvei Safonov, sem kemur til félagsins úr röðum Krasnodar í heimalandinu.

Safonov er 25 ára gamall landsliðsmarkvörður Rússlands og er talið að PSG greiði um 20 milljónir evra fyrir.

Safonov er fenginn til að veita ítalska landsliðsmarkverðinum Gianluigi Donnarumma samkeppni um byrjunarliðssætið hjá PSG.

Safonov er fyrsti leikmaðurinn sem PSG kaupir í sumar, eftir að hafa selt Hugo Ekitiké til Eintracht Frankfurt og misst Kylian Mbappé til Real Madrid á frjálsri sölu.


Athugasemdir
banner
banner
banner