Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 22:08
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappé fer í aðgerð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Stórstjarnan Kylian Mbappé er á leið í aðgerð á nefi eftir að hafa brotið það í fyrstu umferð Evrópumótsins, þar sem Frakkland lagði Austurríki að velli með einu marki gegn engu.

Mbappé bjó eina mark leiksins til með fyrirgjöf sinni, en það var varnarmaður Austurríkis sem sá um að skalla boltann í netið.

Mbappé fer í aðgerð í háskólasjúkrahúsinu í Düsseldorf og mun þurfa að spila restina af Evrópumótinu með andlitsgrímu.

Óljóst er hvort hann verði liðtækur í næsta leik Frakka sem er toppslagur D-riðils gegn Hollandi komandi föstudag, rétt tæpum fjórum sólarhringum frá nefbrotinu.

   17.06.2024 21:56
Sjáðu atvikið: Mbappé nefbrotnaði og fékk gult spjald



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner