Kylian Mbappé er að öllum líkindum nefbrotinn eftir harkalegan árekstur innan vítateigs Austurríkis í 1-0 sigri Frakklands á EM í dag.
Jesús Gil Manzano, spænski dómari leiksins, stöðvaði ekki leikinn fyrr en talsvert seinna, þegar Mbappé lá enn eftir í blóði sínu.
Hann skipaði Mbappé að fara útaf og reyndu Frakkar að gera skiptingu, en þeim tókst það ekki tímanlega vegna meiðsla Mbappé. Austurríkismenn gerðu skiptingu á meðan og hélt leikurinn áfram.
Þetta féll ekki vel í kramið hjá Mbappé og Frökkum svo stórstjarnan ákvað að labba aftur inn á völlinn og setjast niður til að láta stöðva leikinn og gera skiptingar.
Mbappé fékk gult spjald að launum en atvikin má sjá hér fyrir neðan.
Sjáðu þegar Mbappé nefbrotnaði
Sjáðu hversu bólgið nefið var á Mbappé
Sjáðu þegar Mbappé fékk gult spjald
Það verður áhugavert að sjá Mbappé spila restina af mótinu með andlitsgrímu.
Athugasemdir