Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 16:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sá vanmetnasti í deildinni? - „Vildi óska að ég væri með 18 Helga Guðjónssyni"
Skoraði mikilvæg mörk fyrir Víking sumarið 2021. Víkingar munu sennilega aldrei gleyma marki hans í Vesturbænum í næstsíðustu umferð.
Skoraði mikilvæg mörk fyrir Víking sumarið 2021. Víkingar munu sennilega aldrei gleyma marki hans í Vesturbænum í næstsíðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stoðsendingu Helga fagnað í leiknum gegn Fylki.
Stoðsendingu Helga fagnað í leiknum gegn Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í fimmtudagsþætti Þungavigtarinnar velti landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson því fyrir sér hvort Helgi Guðjónsson væri vanmetnasti leikmaður Bestu deildarinnar. Það gerði hann eftir frammistöðu Helga í bikarsigri Víkings gegn Fylki þar sem Helgi fékk tækifæri í byrjunarliðinu og lagði upp tvö mörk.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður út í ummæli Arons í viðtali við Fótbolta.net.

„Hann er búinn að vera ótrúlegur fyrir mig síðustu fjögur ár. Hann er löngu orðinn goðsögn eftir 2021 tímabilið. Maður vildi óska að hann gæti byrjað í hverjum einasta leik, af því að hann á það skilið. Hann er svo mikill liðsmaður og veit alveg, hvort sem hann byrjar leikinn eða byrjar á bekknum, að hann mun alltaf eiga hlutverk í leiknum og skilar því alltaf 100%. Ég vildi óska þess að ég væri með átján Helga Guðjónssyni í mínu liði," sagði Arnar.

Helgi er 24 ára framherji sem er oftar en ekki á varamannabekknum hjá Víkingi. Hann hefur spilað 154 leiki fyrir Víking samkvæmt Transfermarkt*, skorað í þeim 55 mörk og lagt upp 19.

Tímabilið 2020 byrjaði hann 4 leiki í deildinni og koma 8 sinnum inn á (18 leikir spilaðir), 2021 byrjaði Helgi 6 deildarleiki og kom 14 sinnum inn á (22 leikir spilaðir), 2022 byrjaði hann 17 leiki og kom 9 sinnum inná (27 leikir spilaðir), í fyrra byrjaði hann 9 deildarleiki og kom 17 sinnum inn á (27 leikir) og í ár hefur hann byrjað 4 deildarleiki og komið 6 sinnum inn á. Hann hefur því alls byrjað 40 sinnum inn á í deildarleik frá komu sinni frá Fram og komið 54 sinnum inn á.

Næsti leikur Víkings er stórleikur gegn Val í Bestu deildinni. Sá fer fram á N1 vellinum annað kvöld.

*Upplýsingar koma einnig úr textalýsingum Fótbolta.net þar sem Transfermarkt hefur ekki upplýsingar um suma bikarleiki.
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Athugasemdir
banner