
Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins var eins og allar, hæstánægð með sigurinn á Hollendingum í dag, en liðið er komið í 8-liða úrslit Evrópumótsins.
,,Þetta er sjúklega sætt og ekkert smá skemmtilegt, bara geggjað. Við skipulögðum okkur vel og ætluðum að falla til baka og passa hröðu leikmennina sem þær eru með, svo gameplanið okkar virkaði vel," sagði Fanndís.
,,Þær hlupu allar úr sér lifur og lungu, maður var farinn að stjá stjörnur í endann því við vorum svo þreyttar. Ég væri til í að mæta Svíum, fullur völlur og alvöru stemmning, skiptir í raun ekki máli bara gaman að mæta heimaliðinu."
,,Ég var ekki mikið í boltanum í fyrri hálfleik sérstaklega og eiginlega allan leikinn, en ég varðist vel allan tímann og lagði mig 100 prósent fram og hljóp eins og ég gat, var bara ánægð með það. Ég var orðin mjög þreytt í enda leiksins eins og sást."
,,Við hentum honum í grasið áðan, þannig hann átti stóran þátt í sigrinum. Hann er inni í klefa að fagna, hann kemur með hvert sem við förum," sagði hún að lokum.
Athugasemdir