Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   lau 17. júlí 2021 08:00
Victor Pálsson
Liverpool eina enska stórliðið sem fer varlega?
Mynd: EPA
Markus Babbel, fyrrum leikmaður Liverpool, er ekki viss um að félagið muni styrkja sig mikið í sumarglugganum.

Babbel segir að Liverpool sé eina enska stórliðið sem sé að passa sig á markaðnum og vilji ekki eyða of hárri upphæð í einn leikmann.

Margir telja að Liverpool þurfi á framherja að halda en hvort hann verði keyptur kemur í ljós á næsta mánuðinum eða svo.

„Frá mínu sjónarhorni er eins og Liverpool sé eina enska liðið sem er í vandræðum með að eyða vegna heimsfaraldursins," sagði Babbel.

„Chelsea vill eyða 150 milljónum í Erling Haaland, Manhester City er tilbúið að eyða miklu í leikmenn en Liverpool er eina liðið sem horfir á fjárhagsstöðuna."

„Ef leikmaðurinn er til staðar og peningarnir eru ekki stjarnfræðilegir þá gera þeir eitthvað. Ég er ekki viss um að Jurgen Klopp telji að það sé leikmaður þarna úti fyrir Liverpool."
Athugasemdir
banner
banner