Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 17. júlí 2022 19:40
Brynjar Ingi Erluson
Nottingham kaupir landsliðsmann frá Kosta Ríka (Staðfest)
Brandon Aguilera
Brandon Aguilera
Mynd: Nottingham Forest
Enska úrvalsdeildarfélagið Nottingham Forest hefur fest kaup á Brandon Aguilera, landsliðsmanni Kosta Ríka og gerir hann fjögurra ára samninga við félagið.

Aguilera er 19 ára gamall og kemur frá LD Alajuelense og spilar stöðu miðjumanns.

Hann á þrjá landsleiki að baki fyrir Kosta Ríka og mun að öllum líkindum fara með liðinu á HM í Katar í nóvember.

Nottingham hefur nú gengið frá kaupum á honum og skrifaði hann undir fjögurra ára samning, en hann var í kjölfarið lánaður til Guanacasteca í heimalandinu.

Hann mun spila þar fram að áramótum áður en hann gengur formlega til liðs við úrvalsdeildarfélagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner