Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mið 17. júlí 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund og Juventus vilja fá Sancho
Mynd: Getty Images
Enski kantmaðurinn Jadon Sancho er afar eftirsóttur þrátt fyrir að vera kominn aftur í náðina hjá Erik ten Hag, þjálfara Manchester United.

Sancho gerði flotta hluti á láni hjá Dortmund á seinni hluta síðustu leiktíðar og vakti mikla athygli á sér, eftir að hafa átt afar erfitt uppdráttar hjá Man Utd.

Sky Sports greinir frá því að Dortmund hafi mikinn áhuga á að fá Sancho aftur til sín, en að Juventus sé einnig með í kappinu.

Bæði lið þurfa þó að selja leikmenn áður en þau geta keypt Sancho, sem á tvö ár eftir af samningi við Rauðu djöflana.

Sancho er 24 ára gamall og gæti orðið partur af byrjunarliði Man utd undir stjórn Ten Hag.

„Við erum búnir að draga línuna, við erum komnir yfir þetta. Manchester United þarf góða leikmenn til að sigra og Jadon er góður leikmaður," sagði Ten Hag meðal annars fyrir æfingaleik hjá Man Utd í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner