KF 1 - 2 Augnablik
1-0 Agnar Óli Grétarsson ('3 )
1-1 Jordan Damachoua ('82 , sjálfsmark)
1-2 Jordan Damachoua ('99 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn
1-0 Agnar Óli Grétarsson ('3 )
1-1 Jordan Damachoua ('82 , sjálfsmark)
1-2 Jordan Damachoua ('99 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn
Augnablik verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Fótbolta.net bikarsins í hádeginu á föstudag eftir að liðið vann KF, 2-1, í framlengdum leik á Ólafsfjarðarvelli í kvöld. Tvö sjálfsmörk frá Jordan Damachoua komu Augnablikum áfram.
Ekki var hægt að biðja um betri byrjun á leiknum. Agnar Óli Grétarsson kom heimamönnum í KF yfir á 3. mínútu. Hann fékk boltann eftir klafs í teignum og setti hann örugglega í netið.
Augnablik var með öll völd á leiknum í síðari og aðeins tímaspursmál hvenær markið kæmi.
Átta mínútum fyrir leikslok kom jöfnunarmarkið. Jordan Damachoua setti þá boltann í eigið net eftir fyrirgjöf og tókst þar Augnablikum að tryggja sér framlengingu.
Á 99. mínútu í framlengingunni komust gestirnir í forystu og aftur var það Jordan sem stýrði boltanum í eigið net. Fyrirgjöfin fór af Javon Jerrod Sample, markverði KF, í Jordan og inn í markið. Heppnin var ekki með honum í liði í kvöld.
Bæði lið fengu góða sénsa eftir markið en nýttu ekki. Lokatölur 2-1 og er það Augnablik sem er komið áfram í 8-liða úrslit eftir spennandi leik á Ólafsfirði.
Athugasemdir