Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 17. september 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Liverpool hefur titilvörnina
Liverpool vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð.
Liverpool vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar fer af stað í dag!

Tveir leikir eru klukkan 16:55 og er það leikur Inter og Slavia Prag sem verður þá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Lyon og Zenit mætast einnig 16:55.

Klukkan 19:00 eru hinir sex leikirnir. Ríkjandi meistarar Liverpool hefja titilvörn sína gegn Napoli á Ítalíu. Í þeim riðli eru einnig Salzburg og Genk.

Dortmund og Barcelona munu klást í F-riðli. Sá leikur verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport 3. Lionel Messi gæti snúið aftur í lið Barcelona.

Lærisveinar Frank Lampard í Chelsea fá Valencia í heimsókn, en alla leiki dagsins má sjá hér að neðan.

þriðjudagur 17. september

Riðill - F
16:55 Inter - Slavia Prag (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Dortmund - Barcelona (Stöð 2 Sport 3)

Riðill - E
19:00 Napoli - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Salzburg - Genk

Riðill - G
16:55 Lyon - Zenit
19:00 Benfica - RB Leipzig

Riðill - H
19:00 Ajax - Lille (Stöð 2 Sport 5)
19:00 Chelsea - Valencia (Stöð 2 Sport 4)
Athugasemdir
banner
banner
banner