lau 17. september 2022 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Árbær safnaði hálfri milljón fyrir formann Elliða
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Árbær komst upp úr 4. deildinni í fyrstu tilraun. Liðið skráði sig til leiks fyrir sumarið og endaði á að spila úrslitaleik við Hvíta riddarann um sæti í 3. deildinni.


Árbæingar unnu útileikinn 1-2 og voru því með forystu fyrir seinni viðureignina á heimavelli. Þeir ákváðu að nýta heimaleikinn til að gera góðverk og hjálpa félaga sínum Guðmundi Magnúsi Sigurbjörnssyni, formanni Elliða sem leikur í 3. deildinni.

Þeir ákváðu að rukka 500 króna aðgangseyri á úrslitaleikinn og fer allur sá aur beint í að styrkja fjölskyldu Guðmundar, sem missti konuna sína á dögunum.

Árbæingum tókst að safna hálfri milljón króna fyrir Guðmund, sem samsvarar þúsund keyptum miðum á úrslitaleikinn. Frábært framtak.

Seinni leiknum lauk með markalausu jafntefli og því spilar Árbær í 3. deildinni á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner