Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 17. september 2022 16:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Jón Sveins: Algjörlega óásættanlegt af okkar hálfu
Jón Sveinsson þjálfari Fram
Jón Sveinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram tóku á móti Keflvíkingum í Úlfarsárdalinn í stórkostlegum fótboltaleik sem bauð upp á fullt af mörkum. 

Möguleikinn á 6.sæti deildarinnar og um leið síðasta sætið fyrir topp 6 úrslitakeppnina var fyrir hendi en til þess þurftu liðin að treysta á að Stjarnan myndi ekki sigra sinn leik en Stjörnumenn sigruðu FH svo það kom ekki að sök. 


Lestu um leikinn: Fram 4 -  8 Keflavík

„Mér fannst 8-4 alls ekki gefa rétta mynd af leiknum eða sigur Keflvíkingar ef við erum að horfa á hvernig leikurinn spilaðist og hvað fór fram úti á vellinum en á móti kemur að þeir virtust bara þurfa að komast nálægt markinu okkar til þess að skora mörk í dag og það er eitthvað sem er algjörlega óásættanlegt af okkar hálfu." Sagði Jón Sveinsson þjálfari Frammara eftir leikinn í dag.

„Við erum að fá á okkur auðveld og ódýr mörk. Þeir skora hérna tvö mörk úr hornspyrnum og einhvernveginn náum við ekki að loka því og það er ákveðið áhyggjuefni og það bara að þeir virtust geta skorað í hvert skipti sem þeir nálguðust markið okkar. Hérna í seinni hálfleiknum, fyrstu 2 mörkin voru fyrstu tvö skiptin sem þeir fóru fram yfir miðju þannig á vellinum og stjórnun á leiknum var í okkar höndum en á móti kemur skora þeir 8 mörk og voru alltaf hættulegir en leikurinn var auðvitað orðin hérna í restina orðin galopin og liðin svolítið komin út úr skipurlagi."

Nánar er rætt við Jón Sveinsson þjálfara Fram í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner