Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   lau 17. september 2022 17:12
Kári Snorrason
Jón Þór: Færðum þeim sigurinn á silfurfati
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA fékk Leikni R. í heimsókn í sannkölluðum fallbaráttuslag fyrr í dag. Leikar enduðu 2-1 fyrir Breiðhyltingum þó að Skagamenn skoruðu öll mörkin. Þeir Tobias Stagaard og Viktor Jónsson urðu báðir fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið net. ÍA er í botnsæti deildarinnar með 15 stig en þeir eru 5 stigum frá í öruggu sæti í deildinni. Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA mætti súr í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Leiknir R.

„Þetta var gríðarlega svekkjandi, við vorum sjálfum okkur verstir í dag og gáfum þeim tvö föst leikatriði sem við gerum sjálfsmörk í þeim báðum og færðum þeim sigurinn á silfurfati."

Þetta var síðasta umferð fyrir tvískiptingu hvernig leggst tvískiptingin í hópinn?

„Eins og staðan er núna eru menn gríðarlega vonsviknir og svekktir en sem betur fer fáum við tveggja vikna frí áður en úrslitakeppnin byrjar og við þurfum bara að brýna stálið og mæta af krafti til leiks í úrslitakeppninni það er ekkert annað í boði.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner