Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   sun 17. september 2023 16:07
Sævar Þór Sveinsson
Byrjunarlið Fylkis og ÍBV: Báðir þjálfarar gera tvær breytingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrsta umferð eftir tvískiptingu í Bestu deild karla hefst í dag. Leikur Fylkis og ÍBV fer fram í Árbænum og flautað er til leiks klukkan 17:00.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 ÍBV

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, gerir tvær breytingar á byrjunarliði Fylkis frá jafnteflinu gegn KA í síðasta leik. Arnór Gauti Jónsson og Emil Ásmundsson taka út leikbann í dag vegna uppsafnaðra áminninga og eru því utan hóps. Í þeirra stað koma Ragnar Bragi Sveinsson og Benedikt Daríus Garðarsson inn í byrjunarliðið.

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, gerir einnig tvær breytingar á byrjunarliði ÍBV frá jafnteflinu gegn KR í síðasta leik. Kevin Bru og Michael Jordan Nkololo taka sér sæti á bekknum. Í þeirra stað koma Arnar Breki Gunnarsson og Oliver Heiðarsson inn í byrjunarliðið.


Byrjunarlið Fylkir:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Pétur Bjarnason
10. Benedikt Daríus Garðarsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
20. Sveinn Gísli Þorkelsson
24. Elís Rafn Björnsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
80. Ólafur Karl Finsen

Byrjunarlið ÍBV:
12. Guy Smit (m)
0. Arnar Breki Gunnarsson
0. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason
16. Tómas Bent Magnússon
22. Oliver Heiðarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
26. Richard King
42. Elvis Bwomono
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner