Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 17. september 2023 20:06
Brynjar Ingi Erluson
Jón Dagur kom aftur inn af bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson byrjaði aftur á bekknum hjá belgíska liðinu Leuven er liðið gerði 1-1 jafntefli við Gent í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Jón Dagur var einnig á bekknum í 3-0 sigrinum á Kortrijk í síðasta leik en kom við sögu þegar hálftími var eftir af leiknum

Í dag var hann aftur á tréverkinu en kom inn á nákvæmlega sömu mínútu, en það var kannski eðlilegt að breyta ekki sigurliði.

Hann var alger lykilmaður í liðinu á síðasta tímabili þar sem hann gerði 12 mörk og lagði upp þrjú.

Á þessu tímabili hefur hann gert eitt mark í fyrstu sjö leikjunum en Leuven er í 13. sæti með aðeins 6 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner