Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   sun 17. september 2023 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Kjartan Kári fluttur með sjúkrabíl af Kópavogsvelli - „Maður er pínu sjokkeraður“
Kjartan Kári Halldórsson
Kjartan Kári Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óhugnanlegt atvik átti sér stað í leik Breiðabliks og FH er Kjartan Kári Halldórsson og Anton Ari Einarsson lentu í hörðu samstuði eftir rúman hálftíma leik á Kópavogsvelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FH

FH-ingar komu með langan bolta fram sem Kjartan Kári hljóp á eftir en Anton Ari hljóp út úr markinu og lenti á Kjartani, sem lá óvígur eftir á vellinum.

Sjúkraþjálfarar beggja liða komu sér strax inn á völlinn til að huga að Kjartani og var í kjölfarið hringt á sjúkrabíl.

Kjartan var með meðvitund þegar hann var fluttur af velli og var settur í kraga, en líklega er um hálsmeiðsli að ræða.

„Mjög óhugnanlegt atvik. Maður er pínu sjokkeraður, en þetta lítur mjög, mjög illa út“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í lýsingu sinni á Stöð 2 Sport.

Það tók dágóðan tíma að hlúa að Kjartani áður en sjúkrabíll mætti inn á Kópavogsvöll og flutti hann á sjúkrahús.


Athugasemdir
banner
banner
banner