Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 17. október 2019 09:04
Magnús Már Einarsson
Valgeir Valgeirs til Bröndby á reynslu
Valgeir í leik með HK.
Valgeir í leik með HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson, kantmaður HK, fer á mánudaginn til danska félagsins Bröndby á reynslu. Þetta staðfesti Magnús Agnar Magnússon hjá Norðurlandadeild Stellar.

Valgeir skoraði þrjú mörk í tuttugu leikjum í Pepsi Max-deildinni með HK í sumar en hann verður í fimm daga við æfingar hjá Bröndby.

Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður Aftureldingar, átti einnig að fara til Bröndby á reynslu en hann meiddist í leik með U19 ára landsliði Íslands í síðustu viku og getur því ekki farið til æfinga þar núna.

Valgeir og Róbert eru báðir fæddir árið 2002 en þeir voru í U17 ára landsliðinu sem fór í úrslitakeppni EM í vor. Í síðustu viku spiluðu þeir báðir sinn fyrsta leik með U19 ára landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner