Gylfi Þór Sigurðsson var fyrir fimmtán mánuðum handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Málið er enn á borði lögreglunnar í Manchester og ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær niðurstaða fæst í málið.
„Það er engin endanlegur tímarammi sem slíkur vegna þess að við þurfum að tryggja að framkvæmd sé ítarleg rannsókn áður en skoðað er að fara með málið fyrir dómstóla. Á þessari stundu er vonandi ekki langt í niðurstöðu," sagði lögreglan í Manchester í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í liðinni viku.
„Það er engin endanlegur tímarammi sem slíkur vegna þess að við þurfum að tryggja að framkvæmd sé ítarleg rannsókn áður en skoðað er að fara með málið fyrir dómstóla. Á þessari stundu er vonandi ekki langt í niðurstöðu," sagði lögreglan í Manchester í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í liðinni viku.
Gauti B. Eggertsson, hagfræðiprófessor við Brown-háskóla í Providence á Rhode Island í Bandaríkjunum, tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni.
Gauti, sem er bróðir Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, er á því að bresk yfirvöld séu að brjóta mannréttindi á Gylfa með hinum ógnarlanga rannsóknartíma á máli hans án niðurstöðu.
„Ekki veit ég nokkurn skapaðan hlut um þetta mál eða málavexti yfirleitt. En hér í Bandsríkjunum segja mér lögfróðir menn að sakamál af þessu tagi séu sjálfkrafa dauð ef ekki er komin fram ákæra innan sex mánaða. Það er algerlega furðulegt, og hreinræktað hneyksli, að bresk yfirvöld hafa haldið Gylfa nánast í stofufangelsi án þess að fram sé komin nein ákæra eða nokkur skapaður hlutur um þetta sakamál eftir eitt og hálft ár. Neita að tjá sig um málið! Ég get ekki betur séð en þetta sé brot á mannréttindum og almennum reglum sem gilda eiga í venjulegum réttarríkjum. Er ekki Gylfi enn í farbanni án þess að nein ákæra sé komin fram, og í raun í nokkurs konar stofufangelsi, án þess að geta stundað vinnu? Það er búið að leggja orðstír og feril hann í rúst, eins og hálfs árs stofufangelsi, án þess að að hann hafi fengið að halda fram vörnum í dómsal?"
„Ég velti fyrir mér hvort íslenskum stjórnvöldum beri ekki skylda til að spyrjast fyrir um hvernig á þessu standi? Gylfi er auðvitað íslenskur ríkisborgari og íslenskum stjórnvöldum hlýtur að bera skylda til að beita sér fyrir því að ekki séu brotin mannréttindi á íslenskum ríkisborgurum sem búa utan landsteinanna. Væri gaman að heyra frá lögfróðum mönnum á Íslandi um þetta. Mér þykir þetta ákaflega sérkennilegt svo ekki sé meira sagt …."
Athugasemdir