Heimild: 433.is
Sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason staðfestir í viðtali við 433.is að hann hafi skrifað undir uppsögn á samningi sínum í síðustu viku, að beiðni KR.
Hann segist gáttaður á þeim ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, sem sagði um helgina að Kjartan ætti ár eftir af samningi við félagið.
Hann segist gáttaður á þeim ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, sem sagði um helgina að Kjartan ætti ár eftir af samningi við félagið.
„Ég hreinlega átta mig ekki á þessu svari hans, ég skil það ekki, og hef raunar staðið á gati síðan þá. Ég veit bara að félagið hafði út október til að nýta umrætt uppsagnarákvæði og sú heimild var nýtt 13. október, það er staðreynd. Þess vegna þykir mér þetta svar þjálfarans einstaklega athyglisvert," segir Kjartan við 433 og segir að honum finnist vitleysan hafa náð nýjum hæðum með umræddu viðtali
„Ég hef lifað fyrir KR og ég þekki ekkert annað og mér finnst þetta allt saman mjög leiðinlegt. Ég get ekki ímyndað mér annað en að öllum þyki það miður hvernig hlutirnir hafa æxlast. Þetta hefur amk verið mér og mínum nánustu mikil vonbrigði."
Kjartan segir að fyrir æfingu síðasta fimmtudag hafi hann verið kallaður afsíðis af framkvæmdastjóranum og aðstoðarþjálfaranum Bjarna Guðjónssyni og verið beðinn um að skrifa undir uppsögn á samningi. Kjartan segir að uppsögnin hafi ekki komið sér á óvart og ekki sé rétt að sér hafi verið boðinn nýr samningur.
„Eins og fram hefur komið og talað hefur verið um í sumar þá hef ég lítið spilað eftir ákveðinn viðsnúning í sumar. Ég hef bara byrjað sjö leiki, og vitandi af því hvernig samningur minn var uppbyggður þá fór mig fljótlega að gruna að menn væru mögulega að kokka sig í kringum ákveðið ákvæði í samningnum," segir Kjartan sem hefur verið úti í kuldanum hjá KR í nokkurn tíma.
Kjartan er sár yfir þessum viðskilnaði við uppeldisfélag sitt. Hann er 36 ára og er alls ekki á þeim buxunum að hætta.
„Eina sem að ég get sagt er að ég er í góðu líkamlegu standi, ég hef æft meira en áður og er sólginn í að spila fótbolta. Það má alveg segja að þetta sé í raun bara olía á eldinn fyrir mig," segir Kjartan en viðtalið má lesa í heild sinni hér.
Athugasemdir