Desire Doue, leikmaður PSG, hefur verið valinn Gulldrengur ársins 2025.
Þessi tvítugi franski sóknarmaðurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir PSG sem vann þrennuna á síðustu leiktíð, þar á meðal fyrsta Meistaradeildartitil félagsins.
Þessi tvítugi franski sóknarmaðurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir PSG sem vann þrennuna á síðustu leiktíð, þar á meðal fyrsta Meistaradeildartitil félagsins.
Hann skoraði 16 mörk og lagði upp 16 í 61 leik. Hann skoraði tvennu í 5-0 sigri gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Hin 19 ára gamla Michelle Agyemang var valin Gullstúlka ársins. Hún er á láni hjá Brighton frá Arsenal. Hún skoraði tvö mikilvæg mörk þegar enska landsliðið vann EM í sumar og var valin ungi leikmaður mótsins.
Hún byrjaði fimm af fyrstu sex leikjum Brighton á þessari leiktíð en mun ekki taka frekari þátt eftir að hafa slitið krossband.
Þau voru tilnefnd í dag en það það verður verðlaunahátið þann 1. desember. Ítalska dagblaðið Tuttosport veitir verðlaunin. Lamine Yamal, leikmaður Barcelona var valinn Gulldrengur ársins í fyrra.
Athugasemdir



