Tómas Bent Magnússon var í ágúst keyptur til Hearts eftir að hafa spilað virkilega vel með Val í Bestu deildinni. Hann kom til Vals frá ÍBV þar sem Hermann Hreiðarsson var þjálfari miðjumannsins. Hermann er nú tekinn við Val.
Tómas er í hlutverki hjá toppliði skosku úrvalsdeildarinnar og var á skotskónum gegn Dundee FC um helgina. Hermann ræddi við Fótbolta.net í dag og hann var spurður út í Tómas.
Tómas er í hlutverki hjá toppliði skosku úrvalsdeildarinnar og var á skotskónum gegn Dundee FC um helgina. Hermann ræddi við Fótbolta.net í dag og hann var spurður út í Tómas.
Hvernig er að sjá hann standa sig úti í Hearts?
„Það er æðislegt, hann á þetta svo fyllilega skilið. Hann er drengur sem er tilbúinn að leggja allt á sig og með attitjúd upp á tíu; vill bæta sig, er með hjartað á réttum stað og leggur sig alltaf 100% fram. Ég gæti ekki verið stoltari af Tomma en ég er í dag, hann er búinn að vinna fyrir þessu. Hans hugarfar er að koma honum þangað, og þetta er ekki endastöðin, hann er á frábærri vegferð," segir Hemmi.
Athugasemdir



