Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 04. nóvember 2025 23:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Eins og Messi hafi breyst í miðvörð"
Mynd: EPA
Micky van de Ven, varnarmaður Tottenham, skoraði stórkostlegt mark í kvöld. Hann skoraði eftir ótrulegan sprett upp allan völlinn í 4-0 sigri gegn FC Kaupmannahöfn.

Thomas Frank, stjóri Tottenham, sagði að þetta hafi verið eins og að horfa á Lionel Messi.

„Þetta gæti verið mark ársins. Það var eins og Messi hafi breyst í miðvörð. Þetta var frábært mark," sagði Frank.

Tottenham er í 7. sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar með átta stig eftir fjórar umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner