Dregið var í riðla fyrir undankeppni HM kvenna 2027 en Ísland er í algjörum dauðariðli. Ísland er með ríkjandi Evrópumeisturum Englands og ríkjandi heimsmeisturum Spánar í riðli ásamt Úkraínu.
Leikið verður í febrúar/mars og júní gluggunum á næsta ári og mun efsta liðið í riðlunum fjórum tryggja sér beint á HM. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, tjáði sig um dráttinn í viðtali við KSÍ.
Leikið verður í febrúar/mars og júní gluggunum á næsta ári og mun efsta liðið í riðlunum fjórum tryggja sér beint á HM. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, tjáði sig um dráttinn í viðtali við KSÍ.
„Auðvitað er þetta áhugaverður riðill. Við erum að spila á móti Evrópumeisturum og heimsmeisturunum, klárlega alveg hörkusterkir andstæðingar. Svo erum við með Úkraínu líka í riðli," sagði Steini.
Ísland er með öruggt sæti í umspili þar sem liðið er í A-deild.
„Markmið okkar fyrir þennan drátt var að vera í topp þremur í riðlinum. Það myndi auka líkur okkar varðandi umspilsandstæðinga að við ættum meiri möguleika á að komast á HM sem er klárlega okkar markmið í dag þó við höfum verið að dragast á móti tveimur af bestu liðum í heimi í dag," sagði Steini.
Athugasemdir



