Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði á bekknum þegar Bayern vann stórsigur gegn Nurnberg í þýsku deildinni í dag.
Bayern var með 3-0 forystu í hálfleik en staðan var orðin 4-0 þegar Glódís kom inn á eftir klukkutíma leik.
Bayern var með 3-0 forystu í hálfleik en staðan var orðin 4-0 þegar Glódís kom inn á eftir klukkutíma leik.
Bayern bætti tveimur mörkum við og vann að lokum 6-0. Liðið hefur verið ógnarsterkt á tímabilinu en markatalan er 31-3 í níu leikjum í deildinni.
Liðið er á toppnum með 25 stig eftir níu umferðir. Liðið er þremur stigum á undan Wolfsburg.
Athugasemdir


