Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 04. nóvember 2025 20:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stórsigur hjá Glódísi Perlu
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði á bekknum þegar Bayern vann stórsigur gegn Nurnberg í þýsku deildinni í dag.

Bayern var með 3-0 forystu í hálfleik en staðan var orðin 4-0 þegar Glódís kom inn á eftir klukkutíma leik.

Bayern bætti tveimur mörkum við og vann að lokum 6-0. Liðið hefur verið ógnarsterkt á tímabilinu en markatalan er 31-3 í níu leikjum í deildinni.

Liðið er á toppnum með 25 stig eftir níu umferðir. Liðið er þremur stigum á undan Wolfsburg.
Athugasemdir
banner