Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 04. nóvember 2025 21:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Umdeilt atvik á Anfield - Átti Liverpool að fá víti?
Mynd: EPA
Staðan er markalaus á Anfield í hálfleik þar sem Real Madrid er í heimsókn hjá Liverpool. Það var umdeilt atvik eftir hálftíma leik þegar Liverpool vildi fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í höndina á Aurelien Tchouameni.

Hann fékk boltann í höndina eftir skot frá Dominik Szoboszlai og dómarinn dæmdi aukaspyrnu. Það var hins vegar ljóst að hann var inn í teig.

Dómarinn skoðaði atvikið í VAR og dró dóminn alveg til baka og ekkert dæmt. Það er líklegt að hann meti það þannig að höndin hafi verið í nátturulegri stöðu.

Það vakti athygli að dómarinn dæmdi ekkert og Real Madrid fékk boltann en eftir að boltinn fór af Tchouameni fór hann aftur fyrir.


Athugasemdir
banner
banner
banner