Hinn 15 ára gamli Max Dowman kom inn á í 3-0 sigri Arsenal gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni í kvöld og er yngsti leikmaðurinn til að spila í sögu keppninnar.
Dowman er nákvæmlega 15 ára og 308 daga gamall en hann bætti með Youssoufa Moukoko sem var 16 ára og 18 daga gamall þegar hann spilaði fyrir Dortmund árið 2020. Moukoko er í byrjunarliði FCK sem er í heimsókn hjá Tottenham í kvöld.
Dowman er nákvæmlega 15 ára og 308 daga gamall en hann bætti með Youssoufa Moukoko sem var 16 ára og 18 daga gamall þegar hann spilaði fyrir Dortmund árið 2020. Moukoko er í byrjunarliði FCK sem er í heimsókn hjá Tottenham í kvöld.
Arsenal hefur verið á ótrulegu skriði að undanförnu. Liðið hefur unnið átta leiki í röð í öllum keppnum án þess að fá á sig mark.
Aðeins tvö lið í efstu deild á Englandi hafa náð þessum árangri en Liverpool náði því árið 1920 og Preston árið 1889.
Athugasemdir



