Liverpool var betri aðilinn þegar Real Madrid kom í heimsókn í Meistaradeildinni í kvöld. Heimamenn fengu mörg góð tækifæri í fyrri hálfleik en Thibaut Courtois var í miklu stuði.
Eftir hálftíma leik dæmdi dómarinn aukaspyrnu þegar boltinn fór í höndina á Aurelien Tchouameni. Hann skoðaði atvikið í VAR og það var ljóst að hann var inn í teig en dómarinn taldi að höndin væri í nátturulegri stöðu og dæmdi ekkert.
Eftir hálftíma leik dæmdi dómarinn aukaspyrnu þegar boltinn fór í höndina á Aurelien Tchouameni. Hann skoðaði atvikið í VAR og það var ljóst að hann var inn í teig en dómarinn taldi að höndin væri í nátturulegri stöðu og dæmdi ekkert.
Liverpool braut ísinn eftir klukkutíma leik. Courtois var sigraður þegar Alexis Mac Allister skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Dominik Szoboszlai úr aukaspyrnu.
Cody Gakpo fékk dauðafæri til að innsigla sigur Liverpool undir lokin en skotið beint á Courtois. Trent Alexander-Arnold kom inn á hjá Real Madrid þegar tíu mínútur voru eftir en honum tókst ekki að gera gömlu félögunum lífið leitt.
Viktor Bjarki Daðason byrjaði á bekknum ásamt Rúnari Alex Rúnarssyni þegar FCK heimsótti Tottenham.
Tottenham var í miklu stuði en Brennan Johnson sá til þess að liðið var með forystuna í hálfleik þegar hann skoraði á opið markið eftir glórulaust úthlaup hjá Dominik Kotarski markverði FCK.
Wilson Odobert bætti öðru markinu við og aftur var Kotarski í vandræðum. Hann var kominn út úr teignum og hikaði, Odobert komst fyrst í boltann og skoraði á opið markið.
Micky van de Ven skoraði þriðja markið eftir að hann tók sprett úr eigin vítateig yfir allan völlinn. Joao Palhinha innsiglaði síðan öruggan sigur liðsins. Richarlison gat skorað fimmta markið í uppbótatíma en hann skaut í slána úr vítaspyrnu. Viktor Bjarki kom inn á í hálfleik en FCK fékk fá tækifæri til að skora.
Luis Diaz fór mikinn þegar Bayern heimsótti PSG. Hann skoraði bæði mörk liðsins í fyrri hálfleik og fékk rautt spjald undir lok hálfleiksins fyrir brot á Achraf Hakimi. Joao Neves minnkaði muninn fyrir PSG en nær komust þeir ekki.
Atletico Madrid lagði Union Saint Gillois. Juventus og Sporting skildu jöfn ásamt Olympiakos og PSV. Mónakó lagði Bodö/Glimt.
Bayern er með fullt hús stiga á toppnum eins og Arsenal. PSG er í 3. sæti með 9 stig, Real Madrid og Liverpool eru í 5. og 6. sæti með níu stig og Tottenham er í 7. sæti með átta stig.
Tottenham 4 - 0 FC Kobenhavn
1-0 Brennan Johnson ('19 )
2-0 Wilson Odobert ('51 )
3-0 Micky van de Ven ('64 )
4-0 Joao Palhinha ('67 )
4-0 Richarlison ('90 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Brennan Johnson, Tottenham ('55)
Liverpool 1 - 0 Real Madrid
1-0 Alexis MacAllister ('61 )
Olympiakos 1 - 1 PSV
1-0 Gelson Martins ('17 )
1-1 Ricardo Pepi ('90 )
Atletico Madrid 3 - 1 St. Gilloise
1-0 Julian Alvarez ('39 )
2-0 Conor Gallagher ('72 )
2-1 Ross Sykes ('80 )
3-1 Marcos Llorente ('90 )
Bodo-Glimt 0 - 1 Monaco
0-1 Folarin Balogun ('43 )
Rautt spjald: Jostein Gundersen, Bodo-Glimt ('81)
Paris Saint Germain 1 - 2 Bayern
0-1 Luis Diaz ('4 )
0-2 Luis Diaz ('32 )
1-2 Joao Neves ('74 )
Rautt spjald: Luis Diaz, Bayern ('45)
Juventus 1 - 1 Sporting
0-1 Maximiliano Araujo ('12 )
1-1 Dusan Vlahovic ('34 )
Athugasemdir



