Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 17. nóvember 2019 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin: Ísland skoraði fimm gegn Grikklandi
U19 ára landslið karla vann Grikkland 5-2 í undankeppni Evrópumótsins í gær.

Orri Hrafn Kjartansson kom íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik með frábæru marki fyrir utan teig áður en liðið gerði fjögur mörk til viðbótar í þeim síðari.

Kristall Máni Ingason gerði tvö mörk en fyrra markið var skot vel fyrir utan teig og þá komust þeir Valgeir Valgeirsson og Ísak Bergmann Jóhannesson einnig á blað.

Hægt er að sjá öll mörkin hér fyrir neðan.










Athugasemdir
banner