Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 17. nóvember 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ætlar ekki að fá Neymar aftur til Barcelona
Neymar fer ekki til Barcelona ef Victor Font fær einhverju ráðið
Neymar fer ekki til Barcelona ef Victor Font fær einhverju ráðið
Mynd: Getty Images
Victor Font, forsetaframbjóðandi hjá Barcelona, segist ekki hafa nein plön um að fá brasilíska framherjann Neymar til baka frá Paris Saint-Germain, ef hann vinnur forsetakosningarnar í janúar.

Font er talinn afar líklegur til að vinna kosningarnar en Josep Maria Bartomeu sagði starfi sínu lausu á dögunum eftir fíaskóið í kringum Lionel Messi og undarlegar ákvarðanir á leikmannamarkaðnum.

Font ætlar að losa sig við Ronald Koeman ef hann tekur við og ráða Xavi en hann fær mikinn stuðning frá stuðningsmönnum Barcelona og fyrrum leikmönnum liðsins.

Hann er þó ákveðinn í því að félagið mun ekki sækjast eftir því að fá Neymar aftur en hann yfirgaf Barcelona árið 2017 og var seldur á metfé til PSG.

„Neymar er ekki í mínum plönum og það eru margar ástæður fyrir því. Fjárhagurinn leyfir það ekki og svo er hann í málaferlum við félagið og svo yfirgaf hann félagið nokkrum dögum fyrir mót árið 2017," sagði Font.

„Hann hentar kannski fyrir liðið en ekki fyrir klúbbinn. Ég tek það samt fram að yfirmaður íþróttamála mun sjá um að fá leikmenn til félagsins," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner