Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 17. nóvember 2020 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Austurfrétt 
Brynjar Árnason tekinn við Hetti/Hugin (Staðfest)
Mynd: Höttur/Huginn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Höttur/Huginn hefur ráðið nýjan aðalþjálfara meistaraflokks karla og er það enginn annar en Brynjar Árnason, sem hefur verið aðstoðarþjálfari og fyrirliði félagsins síðustu tvö ár.

Brynjar skrifar undir tveggja ára samning en hann er uppalinn Austfirðingur og hefur spilað fyrir Hött, Spyrni og Hugin frá því hann hóf ferilinn með meistaraflokki sumarið 2007, aðeins 17 ára gamall.

Brynjar, fæddur 1990, á yfir 230 leiki að baki fyrir meistaraflokk og komu þeir langflestir í treyju Hattar. Brynjar er því einn leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Hattar og ætlar ekki að leggja skóna á hilluna fyrir næstu leiktíð.

„Við höfum rætt um að halda því opnu að ég spili en þjálfunin gengur fyrir. Ég mun æfa í vetur og halda mér í formi þannig ég geti spilað ef á þarf að halda," sagði Brynjar við austurfrett.is. „Ég vil reyna að spila skemmtilegan fótbolta og það þarf að ná betri árangri en við höfum gert síðustu ár."

Höttur/Huginn rétt bjargaði sér frá falli úr 3. deild í haust. Guðmudur Björnsson Hafþórsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar/Hugins, er himinlifandi með ráðninguna og segir engan annan hafa komið til greina.

„Þótt við auglýstum ekki stöðuna bárust okkur álitlegar umsóknir en við töldum Brynjar eina rétta kostinn. Brynjar er með sannkallað Hattar/Huginshjarta og við komumst að góðu samkomulagi. Brynjar er mikil fyrirmynd því hann hefur lagt mikið á sig, innan vallar sem utan," sagði Guðmundur.

Brynjar tekur við af Viðari Jónssyni sem stýrt hefur liðinu síðustu tvö ár. Til stendur að ráða aðstoðarþjálfara með Brynjar þegar líður að næstu leiktíð.

„Frá því ég tók við sem formaður í þessari stjórn hefur það verið í huga mér að Brynjar myndi taka við sem þjálfari. Hann er mikil fyrirmynd og Hattar/Huginsmaður. Ég reiknaði ekki með að það yrði svona fljótt en hann var fyrsta og eina nafnið sem rætt var innan þeirra stjórna sem koma að félaginu,“ hélt Guðmundur áfram.
Athugasemdir
banner
banner