U21 landslið karla heimsækir Skotland í vináttulandsleik sem hefst klukkan 19:00 og er hægt að sjá í beinni útsendingu á vef BBC.
Þetta er fyrsti leikur U21 liðsins eftir svekkjandi tap gegn Tékklandi í umspilsleik um síðasta lausa sætið á EM sem verður haldið á næsta ári.
Ísland mætir til leiks með sterkt byrjunarlið þar sem Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður CF Montreal í MLS deildinni, ber fyrirliðabandið og er með öfluga liðsfélaga á borð við Kristal Mána Ingason, Danijel Dejan Djuric og Andra Fannar Baldursson með sér á vellinum.
Þetta er annar leikurinn á tveimur dögum sem íslenskt landslið spilar á Skotlandi eftir að U19 vann mikilvægan sigur í undankeppni EM í gær.
Athugasemdir