Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   fös 17. nóvember 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR verður með nýjan markvörð á næsta tímabili
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gregg Ryder, nýr þjálfari KR, var gestur Hjörvars Hafliðasonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Hjörvar spurðir Gregg út í markvarðamálin hjá KR og staðfesti enski þjálfarinn að það yrði nýr markvörður í marki KR á næsta tímabili. Á liðnu tímabili stóðu þeir Simen Kjellevold og Aron Snær Friðriksson vaktina, en miðað við orð Gregg þá verða þeir ekki áfram.

Hjörvar reyndi að fiska eftir nöfnum og nefndi sem dæmi Ögmund Kristinsson sem er á mála hjá Kifisia í Grikklandi.

„Ég get ekki sagt nein nöfn. Ég held að allir sem við erum að ræða við núna séu samningsbundnir. Mér finnst ekki faglegt að vera kasta inn nöfnum ef leikmenn eru samningsbundnir öðrum félögum. En það verður nýr markvörður hjá KR á næsta tímabili," sagði Gregg.
Athugasemdir
banner
banner
banner