Það hefur verið nokkuð um æfingaleiki í dag og komu nokkur úrvalsdeildarfélög við sögu þar sem Englandsmeistarar Manchester City mættu systurfélagi sínu frá Spáni, Girona, meðal annars.
Man City hafði betur í leiknum en ekki á sérlega sannfærandi máta þar sem það vantaði langflestar stjörnur liðsins. Kevin De Bruyne skoraði eftir fimm mínútur og lagði svo upp fyrir Erling Braut Haaland á átjándu mínútu en það reyndust einu marktilraunir City sem hæfðu markrammann.
Gestirnir frá Girona fengu tækifæri til að minnka muninn en nýttu ekki og urðu lokatölur 2-0 í bragðdaufri viðureign eftir fjöruga byrjun. Riyad Mahrez, Ilkay Gündogan og Sergio Gomez voru í byrjunarliði City en aðrir leikmenn komu allir úr unglingaliðinu.
Man City 2 - 0 Girona
1-0 Kevin De Bruyne ('5)
2-0 Erling Haaland ('18)
Newcastle United tók þá á móti Rayo Vallecano á St. James' Park og skoraði Sean Longstaff eftir sex mínútna leik. Gestirnir frá Spáni gerðu þrjár breytingar í leikhlé en Chris Wood tvöfaldaði forystu heimamanna, sem tefldu fram afar sterku byrjunarliði, úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.
Matt Targett varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark á 75. mínútu og urðu lokatölur 2-1 fyrir Newcastle.
Brentford fékk þá Wolfsburg í heimsókn frá Þýskalandi og úr varð spennandi viðureign sem lauk með fjögurra marka jafntefli.
Luca Waldschmidt tók forystuna snemma leiks en Bryan Mbeumo og Ivan Toney svöruðu fyrir leikhlé og leiddu heimamenn því 2-1.
Í leikhlé var mikið um tilraunir og skiptingar hjá báðum liðum og skoraði Dzenan Pejcinovic eina mark síðari hálfleiksins til að bjarga jafntefli fyrir gestina.
Newcastle 2 - 1 Rayo Vallecano
1-0 Sean Longstaff ('6)
2-0 Chris Wood ('69, víti)
2-1 Matt Targett ('75, sjálfsmark)
Brentford 2 - 2 Wolfsburg
0-1 Luca Waldschmidt ('13)
1-1 Bryan Mbeumo ('21)
2-1 Ivan Toney ('37)
2-2 Dzenan Pejcinovic ('67)
Að lokum áttust Fulham og West Ham við í úrvalsdeildar- og Lundúnaslag. Bæði lið mættu til leiks með sterk byrjunarlið og kom Carlos Vinicius heimamönnum í Fulham yfir á 42. mínútu.
Jarrod Bowen jafnaði fyrir gestina á 62. mínútu og tókst hvorugu liði að gera sigurmark á lokakaflanum. Lokatölur því 1-1 í eina úrvalsdeildarslag dagsins.
Fulham 1 - 1 West Ham
1-0 Carlos Vinicius ('42)
1-1 Jarrod Bowen ('62)

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 28 | 20 | 7 | 1 | 66 | 26 | +40 | 67 |
2 | Arsenal | 27 | 15 | 9 | 3 | 51 | 23 | +28 | 54 |
3 | Nott. Forest | 27 | 14 | 6 | 7 | 44 | 33 | +11 | 48 |
4 | Man City | 27 | 14 | 5 | 8 | 53 | 37 | +16 | 47 |
5 | Chelsea | 27 | 13 | 7 | 7 | 52 | 36 | +16 | 46 |
6 | Newcastle | 27 | 13 | 5 | 9 | 46 | 38 | +8 | 44 |
7 | Bournemouth | 27 | 12 | 7 | 8 | 45 | 32 | +13 | 43 |
8 | Brighton | 27 | 11 | 10 | 6 | 44 | 39 | +5 | 43 |
9 | Fulham | 27 | 11 | 9 | 7 | 40 | 36 | +4 | 42 |
10 | Aston Villa | 28 | 11 | 9 | 8 | 40 | 45 | -5 | 42 |
11 | Brentford | 27 | 11 | 5 | 11 | 48 | 43 | +5 | 38 |
12 | Crystal Palace | 27 | 9 | 9 | 9 | 35 | 33 | +2 | 36 |
13 | Tottenham | 27 | 10 | 3 | 14 | 53 | 39 | +14 | 33 |
14 | Man Utd | 27 | 9 | 6 | 12 | 33 | 39 | -6 | 33 |
15 | Everton | 27 | 7 | 11 | 9 | 30 | 34 | -4 | 32 |
16 | West Ham | 26 | 8 | 6 | 12 | 30 | 47 | -17 | 30 |
17 | Wolves | 27 | 6 | 4 | 17 | 37 | 56 | -19 | 22 |
18 | Ipswich Town | 27 | 3 | 8 | 16 | 26 | 57 | -31 | 17 |
19 | Leicester | 26 | 4 | 5 | 17 | 25 | 59 | -34 | 17 |
20 | Southampton | 27 | 2 | 3 | 22 | 19 | 65 | -46 | 9 |