Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 17. desember 2022 23:25
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Marokkó ósáttir - Hakimi skammaði Infantino
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Achraf Hakimi var brjálaður út í Abdulrahman Al Jassim, katarskan dómara, eftir að Marokkó tapaði bronsleiknum á HM. 


Hakimi vildi fá dæmda vítaspyrnu í seinni hálfleik og kvartaði sáran þegar hann fékk hana ekki. Hakimi hélt þó áfram að kvarta að leikslokum rétt eins og nokkrir liðsfélagar sínir og þurfti Walid Regragui landsliðsþjálfari að færa leikmenn sína í burtu frá dómarateyminu.

Eftir að Regragui tókst það fór Hakimi í átt að búningsklefanum og rakst þar á Gianni Infantino, umdeildan forseta FIFA. Hakimi hugsaði sig ekki tvisvar um og rauk til Infantino til að kvarta undan dómaranum. Bakvörðurinn knái var reiður og hækkaði róminn verulega samkvæmt Tom Egbers, frægum sjónvarpsmanni frá Hollandi, sem var einnig á svæðinu.

„Hann stóð tæplega 5cm frá Infantino og hækkaði róminn til að kvarta undan dómgæslunni. Það var erfitt að horfa á þetta," sagði Egbers.


Athugasemdir
banner
banner